Sjötta bylgja kórónaveirunnar á Spáni lætur nú finna fyrir sér á sjúkrahúsum landsins. Dagblaðið El País sagði frá því í gær að þá voru tæplega þrettán þúsund manns til meðferðar vegna Covid-19.
Tekið er fram í El País að alvarleg veikindi séu nú hlutfallslega fátíðari en áður. Hins vegar valdi mjög mikil útbreiðsla veirunnar því, að toppar í innlögnum séu nú hærri en í fjórðu og fimmtu bylgju, þegar aldrei hafi verið fleiri en 10.500 til meðferðar samtímis. Spánn nálgist nú einnig fyrri met í innlögnum á gjörgæslu.
Metfjöldi liggur nú á spítala á Spáni vegna Covid. Fréttablaðið/EPA
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir