Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir vonast til að Co­vid-smitum fækki eftir því sem líður á vikuna. Í gær greindust 25 Co­vid-smit innan­lands en undan­farið hefur tals­verður fjöldi smitast á Norður­landi eystra, fyrst einkum á Akur­eyri en nú einnig á Húsa­vík. Hann segir ljóst að veiran hafi kraumað í ein­hvern tíma áður en hún tók að greinast.

„Ég vona nú að fjölgunin sem varð strax fyrir helgina og hefur aðal­lega skýrst af þessum smitum sem greindust fyrir norðan á Akur­eyri og svo virðast hafa teygt sig víðar, eins og til dæmis til Húsa­víkur. Vonandi náum við utan um það en það á eftir að koma í ljós á næstu dögum hversu út­breitt það verður. Það má búast við því að það komi upp smit hér og þar og ein­hver fjöldi í kringum það. Greini­legt er að þetta sé búið að hreiðra um sig í ein­hvern tíma fyrir norðan áður en það hefur greinst,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir rakningu smita ganga vel. „Það gengur á­gæt­lega að rekja smitin. Stór hluti af þeim sem er að greinast eru börn og full­orðnir í kringum þau. Þetta eru smit sem hafa senni­lega orðið innan fjöl­skyldna og í fé­lags­lífi utan skólanna sér­stak­lega, í­þróttum og öðru slíkum, kannski minna innan skólanna en það er erfitt að greina það í sundur ná­kvæm­lega hvernig þetta hefur smitast.“

Flest smitin sem greinst hafa fyrir norðan eru hjá börnum. Þór­ólfur segir að börn komist betur frá smiti af Delta-af­brigðinu en fullorðnir. „Ég get ekki sagt til um það með þessi börn. Þetta leggst ekki eins þungt á börn og full­orðna en þó vitum við að Delta-af­brigðið leggst þyngra á börn en fyrri af­brigði. Við höfum séð inn­lagnir hjá börnum en í lang­flestum til­fellum fá börn þetta mjög vægt en þau geta smitað út frá sér og smitað við­kvæmari ein­stak­linga. Það er það sem maður er aðal­lega smeykur við,“ segir hann.

Flest Co­vid-smit undan­farna daga hafa greinst á Akur­eyri og víðar á Norður­landi eystra.

Sótt­varna­læknir skilaði nýju minnis­blaði um að­gerðir gegn Co­vid til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra í dag. Hann segist ekki geta svarað til um það hve­nær hún muni taka á­kvörðun um þær að­gerðir sem hann leggur til þar en vill ekki gefa upp hverjar þær eru. Nú­verandi reglu­gerð gildir fram á mið­viku­daginn 6. októ­ber. Þar er kveðið á um 500 manna fjölda­tak­mörkun á sam­komum og tak­markanir á af­greiðslu­tímum skemmti­staða. Þór­ólfur hefur áður sagt að skyn­sam­legt væri að fara hægt í af­léttingar.

Mis­ræmi í mót­efna­mælingum milli landa

Þór­ólfur hefur lagt til að hætta að taka mót­efna­­mælingar um fyrri Co­vid-smit gild á landa­mærunum. Nokkrar á­­stæður séu fyrir því.

„Það er vegna þess í fyrsta lagi þá eru fáir sem gera það er­lendis. Það getur verið snúið að út­búa sam­evrópsk vott­orð þar sem þetta er með. Það er oft erfitt að túlka þessi mót­efna­svör, þau eru mis­munandi, það er mis­munandi hvað þau eru að mæla. Þetta er að skapa á­kveðna erfið­leika í út­færslunni. Það eru fáir sem fram­vísa vott­orðum þannig að okkur fannst best, þegar upp er staðið og litið er á alla þætti málsins að vera ekki að leggja á­herslu á mót­efna­mælingarnar.“

Komu­far­þegar fara um Kefla­víkur­flug­völl.
Fréttablaðið/Valli

Brátt gengur vetur í garð og hafa bæði Sótt­varna­stofnun Evrópu og Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin spáð því að þá gæti upp­sveifla orðið í Co­vid-far­aldrinum. Vetrinum fylgi einnig aðrar veiru­sýkingar, líkt og inflúensa sem lét lítið á sér kræla hér­lendis í fyrra.

„Það verður líka að líta til þess að aðrar veiru­sýkingar eiga eftir að koma, eins og til dæmis RS-veiru­sýking sem leggst mikið á börn og getur líka lagst á full­orðna. RS-veiru­sýking kemur alltaf hingað ár­lega en hún hefur verið í­þyngjandi í Dan­mörku undan­farnar vikur. Það er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hér. Svo eru menn að spá í líka hvort inflúensan verði út­breiddari og meiri í ár en í fyrra, það var engin inflúensa í fyrra. Vegna þess að hún var ekki í fyrra gæti verið að fleiri smitist í ár. Þetta eru bara vanga­veltur og á eftir að koma í ljós.“

Að­spurður um það hvort að mikil­vægara sé nú, vegna Co­vid, að fólk fari í flensu­sprautu segir hann það hugsan­legt og hvetur alla sem það geta að fara í bólu­setningu við in­flúensu.

Það verður meira fram­boð á bólu­efni núna en verið hefur áður.

„Við hvetjum alla til að fara í bólu­setningu. Við höfum verið með á­kveðnar á­bendingar fyrir inflúensu­bólu­setningu og sér­stak­lega verið að leggja á­herslu á bólu­setningu eldri ein­stak­linga 60 ára og eldri og ein­stak­linga með undir­liggjandi sjúk­dóma. Það verður meira fram­boð á bólu­efni núna en verið hefur áður. Ég hvet alla til að fara í bólu­setningu sem hafa á því tök. Það er ein af þeim leiðum sem við höfum til að minnka út­breiðsluna og koma í veg fyrir al­var­lega veikindi.“

Bólu­sett við in­flúensu á Land­spítalanum.
Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson