Rann­sóknar­teymi Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar, WHO, hefur síðast­liðnar vikur dvalið í kín­versku borginni Wu­han til að rann­saka upp­tök CO­VID-19 far­aldursins en blaða­manna­fundur á vegum WHO fer nú fram í Kína.

Li­ang Wannian, yfir­maður CO­VID-19 ráðs heil­brigðis­nefndar Kína, var meðal þeirra sem tók til máls á fundinum. Talið er að veiran hafi borist úr dýrum í menn en ekki er enn ljóst hvaða dýr er um að ræða. Verið væri að rann­saka ýmis dýr í von um að finna hvernig veiran smitaðist.

Meðal dýra sem er verið að skoða eru leður­blökur og hreistur­dýr (e. pango­lin), en dýr eins og kettir og minkar, sem eru næmir fyrir smiti, koma einnig til greina. Teymið hefur tekið sýni frá dvalar­stöðum ýmissa dýra á svæðinu en veiran hefur ekki enn fundist í þeim sýnum.

Upptökin óljós

Þá greindi Li­ang frá því að það væri mögu­leiki að Sars-Cov-2 veiran hafi komið upp annars staðar og fyrr en í Wu­han í lok desember 2019. Slíkt hafi þó ekki verið til­kynnt og ekki sé vitað til þess að veiran hafi verið út­breidd áður en hennar var vart í Wu­han. Verið er að rann­saka þá kenningu frekar.

Teymi WHO hefur rann­sakað ýmsar stofnanir og staði í Wu­han frá því í janúar, þar á meðal Huanan fisk­markaðinn en talið er að hægt sé að rekja fyrstu smitin þangað. Að sögn Li­ang er það þó ekki vitað hvernig veiran komst þangað en veiran kom einnig upp á öðrum mörkuðum.

Talið er að endan­leg niður­staða um upp­tök veirunnar og hvernig hún barst í menn muni ekki liggja fyrir fyrr strax og gæti jafn­vel tekið nokkur ár.

Hægt er að horfa á blaðamannafund teymisins hér fyrir neðan.