Kóróna­veiran sem veldur CO­VID-19 virðist aftur hafa náð fót­festu í Kína en tak­markanir hafa verið settar á í norð­austur­hluta Kína eftir að smit komu upp í nokkrum héruðum. Yfir­völd hafa kallað eftir því að í­búar ferðist ekki, skólum verður lokað fyrr, og mun víð­tækt skimunar­á­tak fara af stað.

Að því er kemur fram í frétt AP frétta­stofunnar greindust alls 118 ný til­felli í gær og hefur því verið á­kveðið að grípa til að­gerða til að koma í veg fyrir frekari út­breiðslu veirunnar áður en kín­verska ný­árinu verður fagnað þar í landi síðar í febrúar.

Kína vakti at­hygli á síðasta ári þegar þeir virtust ná góðum tökum á far­aldrinum til­tölu­lega snemma en veiran kom fyrst upp í kín­versku borginni Wu­han í Hubei-héraði í lok desember. Teymi á vegum Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar, WHO, mun næstu vikur rann­saka upp­tök far­aldursins í Wu­han.

Verulega fá smit

Sam­kvæmt upp­lýsingum Johns Hop­kins há­skólans hafa rúm­lega 98 þúsund til­felli greinst í Kína frá því að far­aldurinn hófst og tæp­lega 4,8 þúsund látist eftir að hafa smitast. Til­fellin eru því veru­lega fá miðað við fólks­fjölda.

Á heims­vísu hafa hátt í 96 milljón til­felli smits greinst og rúm­lega tvær milljónir manna látist eftir að hafa smitast. Bólu­setningar gegn veirunni eru nú hafnar víða um heim en engu að síður er far­aldurinn víða í mikilli upp­sveiflu.

Heimurinn á barmi hörmulegra mistaka

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir­maður WHO, greindi frá því í gær að heimurinn væri á barmi „hörmu­legra sið­ferðis­legra mis­taka,“ vegna dreifingu bólu­efnis þar sem heil­brigðari ein­staklingar frá ríkari löndum fá bólu­setningu á undan ber­skjölduðum ein­stak­lingum frá fá­tækari löndum.

Þannig hafi 49 ríkari ríki gefið rúm­lega 39 milljón skammta af bólu­efninu á meðan fá­tækari ríki hafi að­eins fengið 25 skammta. „Fá­tækari lönd munu gjalda fyrir þessi mis­tök með lífum og lífs­viður­væri,“ sagði Ghebreyesus á fundi WHO og bætti við að málið myndi að­eins fram­lengja far­aldurinn. ‚

Hann kallaði eftir því að öll ríki heims skuld­bindi sig til að taka þátt í CO­VAX-verk­efninu sem á­ætlað er að hefjist í næsta mánuði en fleiri en 180 ríki hafa þegar lýst því yfir að þau muni taka þátt. Þannig munu 92 fá­tækari lönd fá að­stoð við kaup á bólu­efnum.