Rögn­valdur Ólafs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varnar­deild, segir að Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, hafi ekki brotið neinar þeirra sótt­varnar­reglna sem í gildi eru.

Bata­kveðjum rignir yfir lög­reglu­þjóninn en líkt og fram hefur komið jafnar hann sig nú af CO­VID. Víðir greindi sjálfur frá frekari upp­lýsingum um eigið smit í gær­kvöldi á sam­fé­lags­miðlum en ein­hverjir hafa furðað sig á fjölda gesta á heimili hans í kjöl­farið.

„Ég hlýði Víði,“ varð vinsælt slagorð fyrri hluta faraldursins hér á landi.

Tólf voru út­settir fyrir smiti á heimili lög­reglu­þjónsins. Helgina áður en kona Víðis greindist hafði vina­fólk hjónanna utan af landi gist hjá þeim og dætur þeirra kíkt í kaffi. Þá komu vin­kona þeirra hjóna, börn, tengda­dóttir og barna­barn og vina­hjón í heim­sókn síðar sama kvöld.

Allt í allt, yfir tíu manns, en fimm úr þeim hópi hafa greinst með veiruna. Sagðist Víðir í gær telja senni­lega smit­leið hafa verið vatns­könnu, kaffi­bolla og glas.

Í sam­tali við Ríkis­út­varpið segist Rögn­valdur ekki telja að kollegi sinn hafi brotið sótt­varnar­reglur. „Ég held að hann hafi ekki verið að brjóta neinar reglur, af því sem er í gildi, ég held að það sé alveg ljóst og ég get ekki í­myndað mér annað en að hann sé ekki glaður með þessa niður­stöðu.“

Hann segir þó eðli­legt að gesta­gangurinn á heimili Víðis komi fólki á ó­vart. „Al­gjör­lega, en við erum náttúru­lega öll mann­leg og mér finnst Víðir gera bara mjög vel grein fyrir þessu í þessum Face­book pistli. Það er alveg sama hversu var­lega maður fer, sumt er bara ekki í manns eigin höndum. Mín fjöl­skylda lenti í þessu líka að veikjast þó að við værum að fara gríðar­lega var­lega. Þetta er bara lúmsk veira og erfið.“