Í nótt sótti varðskipið Týr veikan mann sem var um borð í farþegaskipi norðaustur af Horni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þar segir einnig að skipið hafi haft samband við stjórstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir miðnætti og óskað eftir að eldri maður sem væri mögulega með heilablæðingu væri sóttur um borð í skipið svo hann gæti fengið læknisaðstoð í landi.

Þar sem ekki var mögulegt að senda þyrlu var varðskipið Týr sent til móts við farþegaskipið. Björgunarskipið Gisli Jónsson frá Ísafirði var einnig sent af stað með lækni og sjúkraflutningamann frá Ísafirði.

Sjúkraflutningamenn varðskipsins fóru um borð í farþegaskipið ásamt lækni rétt fyrir tvö í nótt og fluttu sjúklinginn um borð í varðskipið. Sjúklingurinn kom til Ísafjarðar um korter í sex í morgun og þaðan var hann sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.