Veikur Durst mætir fyrir dóm­stóla tveimur ára­tugum síðar
Banda­ríski auð­kýfingurinn Robert Durst mun mæta fyrir dóm­stóla í Los Angeles í dag til að verjast á­kæru fyrir morð en Durst er sakaður um að hafa skotið Susan Ber­man, náinni vin­konu sinni, að bana á heimili hennar í Be­ver­ly Hills árið 2000.

Á­ætlað er að réttar­höldin muni taka þó nokkra daga og er ekki úti­lokað að þeim verði frestað vegna versnandi heilsu hins 78 ára Durst en hann neitar alfarið sök í málinu.

Málið vakti mikla at­hygli eftir að fjallað var um það í heimildar­þátta­röðinni The Jinx árið 2015 en Ber­man var myrt skömmu áður en hún átti að ræða við rann­sak­endur um hvarf fyrstu eigin­konu Durst, Kat­hleen McCor­mack. Í heildina hefur Durst verið bendlaður við þrjú morð á sinni skraut­legu ævi.

Réttar­höldunum var frestað í mars 2020 vegna Co­vid-far­aldursins og síðan aftur í júní sama ár til ársins 2021. Durst greindist með krabba­mein síðast­liðinn maí og fóru verj­endur hans fram á að réttar­höldunum yrði frestað eða þau tekin al­farið af dag­skrá en dóm­stóllinn féllst ekki á þá kröfu.

Lítið um sönnunargögn

Að því er kemur fram í frétt CNN um málið er lítið um sönnunar­gögn í málinu, morð­vopnið hefur aldrei fundist og engir sjónar­vottar voru til staðar. Helsta sönnunar­gagnið í málinu er bréf sem var sent til lög­reglu með orðinu „lík“ í há­stöfum og heimilis­fangi Ber­man.

Í The Jinx sagði Durst að að­eins morðingi Ber­man hefði getað skrifað bréfið og í kjöl­farið heyrðist hann segja að hann hafi myrt „þau öll,“ þegar hann hélt að hann var í ein­rúmi. Í fyrra viður­kenndu lög­menn Durst að hann hafi skrifað bréfið en í­trekuðu að það þýddi ekki að Durst væri morðinginn.

Líkt og áður segir hefur Durst verið bendlaður við þrjú morð á sinni ævi en auk Susan Ber­man og Kat­hleen McCor­mack var hann sakaður að hafa myrt ná­granna sinn, Morris Black, árið 2001 í sjálfs­varnar­skyni. Hann var að lokum sýknaður árið 2003 í því máli þar sem um sjálfs­vörn var að ræða.

Þrátt fyrir að réttarhöldin yfir Durst að þessu sinni eru aðeins vegna Berman þá vísuðu saksóknarar í málinu til þess að önnur dauðsföll hafi verið tengd við Durst. Saksóknarar hafa undanfarna mánuði flutt mál sitt fyrir dómstólum og luku máli sínu í gær.