Búið er að opna fyrir veginn undir Hafnarfjalli á ný eftir að honum hafði verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss.
Greint var frá því áðan að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í mesta forgangi vegna slyssins.
Þyrla gæslunnar lenti á slysstað þegar klukkan var um fimmtán mínútur gengin í sex.
Samkvæmt heimildum Vísis slösuðust tveir, þar af annar alvarlega og var sá fluttur með þyrlunni á Landspítala í Fossvogi.
Hafnarfjall: Búið er að opna veginn. #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 17, 2021