Fjöl­margir vegir eru lokaði vegna veðurs á Austur­landi, Norður­landi og Vest­fjörðum. Meðal vega sem var lokað í nótt eru Holta­vörðu­heiði, Þver­ár­­fjall, Siglu­fjarðar­veg­ur, Ólafs­fjarðar­múli, Vík­ur­skarð, Öxna­­dals­­heiði, Súða­vík­ur­hlíð, Dynj­and­is­heiði, Þrösk­uld­ar, Mý­­vatns- og Möðru­­dals­­ör­æfi, Vopna­fjarðar­heiði, Fjarðar­heiði og Fagri­dal­ur.

Þá var Öxna­dals­heiðinni lokað eftir að tvö snjó­flóð féllu á veginn.

Sam­kvæmt vef­síðu Vega­gerðarinnar er stór­hríð víða og ekkert ferða­veður. Mörgum vegum er líka lokað vegna hættu á snjó­flóðum.