Fjölmargir vegir eru lokaði vegna veðurs á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Meðal vega sem var lokað í nótt eru Holtavörðuheiði, Þverárfjall, Siglufjarðarvegur, Ólafsfjarðarmúli, Víkurskarð, Öxnadalsheiði, Súðavíkurhlíð, Dynjandisheiði, Þröskuldar, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Fagridalur.
Þá var Öxnadalsheiðinni lokað eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn.
Samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar er stórhríð víða og ekkert ferðaveður. Mörgum vegum er líka lokað vegna hættu á snjóflóðum.