Búist er vonsku­veðri og slæmri færð víða á landinu í kvöld og hefur Vega­gerðin til­kynnt um lokanir á vegum á Vestur­landi, Vest­fjörðum, Norð­vestur­landi og Norð­austur­landi. Þá hafa sumir vegir verið færðir yfir á ó­vissu­stig.
Sjá má lista yfir þá vegi sem verða lokaðir eða færðir á ó­vissu­stig á skýringar­mynd Vega­gerðarinnar hér að neðan.

Mynd/Vegagerðin

Veður­við­varanir á nær öllu landinu

Veður­við­varanir verða í gildi á öllu landinu að undan­skildu Suður og Suð­austur­landi í kvöld og í nótt.

Gul við­vörun er nú í gildi vegna veðurs á á Breiða­firði, Vest­fjörðum, Ströndum og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Mið­há­lendinu.

Frá og með klukkan 19 í kvöld tekur í gildi appel­sínu­gul við­vörun vegna veðurs á Breiða­firði, Vest­fjörðum, Ströndum og Norður­landi vestra og gul við­vörun á Faxa­flóa.