Ekkert lát er á hit­a­bylgj­unn­i sem nú geng­ur yfir norð­vest­ur­hlut­a Band­a­ríkj­ann­a og hlut­a Kan­ad­a. Í borg­inn­i Port­land fór hit­inn í 46,1 gráð­u í gær eft­ir að hafa far­ið í 44,4 gráð­ur dag­inn áður. Aldrei hef­ur við­lík­a hiti mælst þar en fyrr­a met­ið var 41,6 gráð­a, sem sett var árið 1981.

Í Se­att­le hef­ur svip­að ver­ið uppi á ten­ingn­um. Þar mæld­ist hit­inn 42,2 gráð­ur í gær og met frá því á laug­ar­dag­inn, er hit­inn fór upp í 40 stig, var sleg­ið.

Hinn gríð­­ar­­leg­­i hiti hef­­ur á­hr­if á allt und­­ir sól­­inn­­i. Sprung­­ur hafa mynd­­ast í veg­­um og þjóð­v­eg­­um og þurft hef­­ur að loka veg­­um vegn­­a skemmd­­ann­­a. Raf­­­magns­­lín­­ur hafa bráðn­­að og víða hef­­ur orð­­ið raf­magns­laust.

Í Kan­ad­a er á­stand­ið litl­u skárr­a. Í Vanc­o­u­ver hef­ur fólk steikt egg á pönn­u sem það legg­ur á göt­un­a og í­bú­ar stand­a ráð­þrot­a gegn á­stand­in­u. Á sunn­u­dag­inn var 84 ára gam­alt hit­a­met sleg­ið í Bresk­u Kól­umb­í­u þeg­ar hit­inn náði 47,9 stig­um í smá­bæn­um Lytt­on. Þett­a er heit­ar­a en hæst­a hit­a­stig sem mælst hef­ur í eyð­i­merk­ur­borg­inn­i Las Veg­as en það eru 47,2 gráð­ur.

„Þett­a er al­gjört sjokk fyr­ir Kan­ad­a­mönn­um – Þett­a er eins og Las Veg­as eða Ind­land – ekki Vanc­o­u­ver,“ seg­ir Chris John­son íbúi þar í sam­tal­i við New York Tim­es. Sam­kvæmt veð­ur­spám er hit­a­bylgj­an ekki í rén­un á næst­u dög­um.

Hit­a­bylgj­ur eru hætt­u­leg­ar mönn­um og dýr­um en það sem ger­ir þess­a eink­um skæð­a er að hit­a­stig­ið er hátt fram á nótt. „Við vit­um það er hit­inn á nótt­unn­i, það er þá sem fólk læt­ur líf­ið,“ seg­ir Dav­id Phil­ips, lofts­lags­fræð­ing­ur hjá kan­ad­ísk­u rík­is­stofn­un­inn­i Envir­on­ment Can­ad­a.

Ein af á­stæð­um þess að hit­inn hef­ur náð þess­um hæð­um er ó­venj­u­legt há­þrýst­ings­svæð­i sem þurrk­ur í vest­an­verð­um Band­a­ríkj­un­um hef­ur ýtt und­ir en vatn í jarð­veg­i tek­ur van­a­leg­a til sín hita. Þurr jarð­veg­ur­inn nú tek­ur því ekki við nein­um hita sem ger­ir illt verr­a.

Fólk kæl­ir sig nið­ur í ná­grenn­i Port­land.
Fréttablaðið/AFP

Spáð er kald­ar­a veðr­i við vest­ur­strönd Band­a­ríkj­ann­a í dag en heit­a veðr­ið fær­ist þá inn í land­ið.

Ekki er út­lit fyr­ir að hit­inn sé eins­dæm­i. Þar sem ekk­ert lát er á lofts­lags­breyt­ing­um er við­bú­ið að í fram­tíð­inn­i verð­i sumr­in á þess­u svæð­i stöð­ugt heit­ar­i. Joh­ann­a Wagst­af­fe, veð­ur­fræð­ing­ur hjá kan­ad­ísk­a rík­is­sjón­varp­in­u, seg­ir að í Bresk­u Kol­umb­í­u megi bú­ast við háu hit­a­stig­i fyrr á sumr­in og fleir­i dög­um þar sem hit­inn fer yfir 30 gráð­ur.

„Þett­a er al­gjör­leg­a tengt lofts­lags­breyt­ing­um. Í fyrst­a lagi hef­ur grunn­lín­an breyst. Hið nýja venj­u­leg­a á­stand er nú þeg­ar einn­i til þrem­ur gráð­um hærr­a í öllu fylk­in­u, jafn­vel fjór­um til fimm gráð­um hærr­a í norð­ur­hlut­a þess,“ seg­ir hún og bæt­ir við að þó ekki séu bein tengsl á mill­i lofts­lags­breyt­ing­a og ein­stakr­a veð­ur­at­burð­a sé á­stand­ið í sam­ræm­i við það sem spáð hafi ver­ið í tengsl­um við breyt­ing­ar á lofts­lag­i.

Gos­brunn­ar eru mik­ið not­að­ir í bar­átt­unn­i við hit­ann.
Fréttablaðið/AFP