Af­gönsk yfir­völd eiga erfitt með að komast að af­skekktum svæðum sem urðu fyrir jarð­skjálftanum í gær. Minnst þúsund manns eru látnir eftir jarð­skjálftann sem var 5,9 að stærð. Al Jazeera greinir frá þessu.

Sam­skipti við aðila á svæðinu hafa verið erfið, á­samt því að lé­legir vegir hafa verið að gera yfir­völdum erfitt fyrir. Upp­tök jarð­skjálftans voru um 160 kíló­metra suð­austan við Kabúl, höfuð­borg Afgan­istan.

„Við komumst ekki að svæðinu, net­sam­bönd eru lé­leg, við erum að reyna að fá nýjar upp­lýsingar,“ sagði Mohammad Is­ma­il Muawi­yah tals­maður æðsta hers­höfðingja Talí­bana í sam­tali við Reu­ters.

Þrjú þúsund heimili eyðilögðust í jarðskjálftanum.
Fréttablaðið/EPA

Þrjú þúsund heimili eyði­lögðust í jarð­skjálftanum, að minnsta kosti þúsund manns létust og rúm­lega fimm­tán hundruð slösuðust. Sex hundruð manns var bjargað úr rústum í gær­kvöldi.

Bærinn Gayan varð fyrir miklum eyðileggingum eftir skjálftann. Húsin á því svæði eru flest úr leir og hrundu því auðveldlega saman. Um 300 manns sátu úti á götum bæjarins í morgun í bið eftir birgðum. Hermenn Talíbana, sjúkraflutningamenn og aðrir björgunaraðilar fjölmenntu í bænum. Varnarmálaráðuneyti Talíbana sér um björgunaraðgerðir.

Björgunaraðilar hafa reynt að komast yfir erfiða vegi til þess að komast að rústum eftir jarðskjálftann.
Fréttablaðið/EPA
Menn á vegum Talíbana fylgjast með björgunaraðilum.
Fréttablaðið/Getty