Lög­reglan á Suður­landi óskaði í dag að­stoðar sér­að­gerða­sveitar Land­helgis­gæslunnar vegna tor­kenni­legs hlutar sem fannst í Þor­láks­höfn. Þegar betur var að gáð reyndist ekki hætta á ferðum.

Er að­gerðirnar stóðu yfir mætti veg­farandi á svæðið og lét lög­reglu í té fall­byssu­kúlu úr síðari heims­styrj­öld sem reyndist virk. Sprengju­sér­fræðingar gæslunnar hófust um­svifa­laust handa við að undir­búa eyðingu hennar.

Á öðrum tímanum var fall­byssu­kúlunni eytt og tókst vel að sögn Ás­geirs Er­lends­sonar, upp­lýsinga­full­trúa Land­helgis­gæslunnar. Hann segir ekki ó­al­gengt að fólk leiti til lög­reglu eða gæslunnar vegna muna úr seinni heims­styrj­öldinni, sem leynast víða í náttúrunni og á heimilum.

Fall­byssu­kúlan sprengd.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ás­geir segir mikil­vægt að hafa sam­band við lög­reglu ef grunur leikur á að fólk hefur í fórum sínum eða gangi fram á sprengi­kúlur eða aðra muni úr seinna stríði. Jafn­framt sé mikil­vægt að hreyfa ekki við um­ræddum hlut þar sem hætta getur verið á ferðum.

Sprengju­­sér­­­fræðingar gæslunnar hófust um­­­svifa­­laust handa við að undir­­búa eyðingu fall­byssu­kúlunnar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson