Sam­kvæmt gögnum Goog­le trend er mest leitað að upp­lýsingum tengdum vegan­isma, eða græn­kera­lífs­stílnum, á Ís­landi af öllum löndum í heiminum. Saman­tekt um leitar­niður­stöður var birt í vikunni á matar­vef­síðunni Chefs Pencil

Þar kemur fram að fyrr á þessu ári hafi verið birtur listur yfir löndin þar sem vegan­ismi er vin­sælastur en að sú mæling hafi ekki inni haldið minni ríki, eins og Ís­land. Þegar listinn var upp­haf­lega birtur voru Ástralía, Bret­land og Nýja Sjá­land efst á lista, en þegar gögnin voru skoðuð með gögnum frá minni ríkjum með breyttist listinn tals­vert og Ís­land skaust beint á toppinn. Þar á eftir fylgir Bret­land, svo Erma­sunds­eyjarnar Jer­s­ey og Guerns­ey, og svo Ástralía í fimmta sæti.

Top 10 Vegan löndin á síðustu tólf mánuðunum

Ís­land(100 stig)
Bret­land (95 stig)
Jer­s­ey (94 stig)
Guerns­ey (91 stig)
Ástralía (91 stig)
Gí­braltar (83 stig)
Bermúda (81 stig)
Ca­yman eyjar (80 stig)
Nýja Sjá­land (77 stig)
Sví­þjóð (75 stig)

Segir í grein Chefs Pencil að við nánari skoðun á gögnunum megi sjá að vegan-tengdar leitir eins og „vegan upp­skriftir“, „vegan fæði“ og „vegan­istur“ hefur aukist smám saman allt frá árinu 2013. Mest er yfir­leitt leitað í janúar, en það má lík­lega rekja til á­taksins Veganúar.

3.500 náð í Vegan Ísland appið

Ragnar Freyr Páls­son hélt lengi vel út blogg­síðunni Vegan Gui­de to Iceland þar sem mátti finna leið­beiningar um það á hvaða veitinga­stöðum væri hægt að fá vegan mat. Hann gaf út í fyrra app ásamt Kristjáni Inga Mikaelssyni þar sem hægt er að finna sömu upp­lýsingar. Ragnar segir að fleiri not­endur bætist við á hverjum degi og hann hafi vart undan að bæta við stöðum sem séu að bæta við vegan mat á mat­seðlana.

„Það eru saman­lagt í android og ip­hone 3.500 not­endur sem eru með appið í símanum. Þetta byrjaði sem listi á medium.com, eigin­lega bara blogg­póstur sem við breyttum svo yfir í app,“ segir Ragnar Freyr í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. Appið er vin­sælast meðal Ís­lendinga en Ragnar segir að margir ferða­menn nýti sér það og þar séu Bretar og Banda­ríkja­menn, Þjóð­verjar og Kana­da­búar mikið að nota það.

Hann segir að alls séu um 160 veitinga­staðir skráðir í appinu, en að hann sé með um 60 til við­bótar sem eigi eftir að bæta við í appið. Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig veitinga­staðir bætast við en að þau hafi sett skýr skil­yrði um inn­göngu í appið að vel sé merkt á mat­seðli að um vegan rétt sé að ræða.

Hann segir að þegar hann byrjaði með bloggið, árið 2014, hafi verið um 15 staðir á listanum. Breyting sé því veru­lega hröð.

„Þetta hefur gerst hratt og núna ertu varla staður nema þú sért með vegan val­kost,“ segir Ragnar.

Spurður hvað veldur og af hverju vegan­ismi sé svo vin­sæll hér á landi segir Ragnar: „Ég held að fólk sé að vakna til lífsins um dýra­réttindi, heilsu og svo spila lofts­lags­málin líka inn í.“

Hægt er að lesa grein Chefs Pencil hér, en þar er einnig að finna við­töl við vegan kokkinn og einn eig­anda Vega­næs Linneu Hellst­röm og eig­anda Flat­bökunnar, Valla Gunn­laugs­son.