Í glænýrri tilkynningu frá Vegagerðinni hefur óveðrið sem var í vændum á suðvesturhorninu í dag verið afturkallað. „Sjá má glögglega á ratsjá og tunglmyndum að lægðin með snjó og vindi stefnir til austurs skammt fyrir sunnan land í stað þess að koma inn á Faxaflóa eins og áður var reiknað með. Hittir mögulega á Eyjafjöll og Mýrdal seinnipartinn. Spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands er því afturkölluð,“ segir í tilkynningunni.

Fyrr í morgun var gefin út viðvörun vegna storms á Suður- og Suðvesturlandi. Þá var útlit fyrir mikla snjókomubakka og hvassan vind. „Færð og skyggni gæti versnað til muna, en veðrið gengur hratt yfir,“ sagði í athugasemd veðurfræðings.

Nú hefur verið hætt við allt saman.