Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Ekkert óveður verður á Suðvesturlandi í dag, eins og áður hafði verið spáð.

Bjart yfir Gróttuvita. Fréttablaðið/Anton Brink

Í glænýrri tilkynningu frá Vegagerðinni hefur óveðrið sem var í vændum á suðvesturhorninu í dag verið afturkallað. „Sjá má glögglega á ratsjá og tunglmyndum að lægðin með snjó og vindi stefnir til austurs skammt fyrir sunnan land í stað þess að koma inn á Faxaflóa eins og áður var reiknað með. Hittir mögulega á Eyjafjöll og Mýrdal seinnipartinn. Spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands er því afturkölluð,“ segir í tilkynningunni.

Fyrr í morgun var gefin út viðvörun vegna storms á Suður- og Suðvesturlandi. Þá var útlit fyrir mikla snjókomubakka og hvassan vind. „Færð og skyggni gæti versnað til muna, en veðrið gengur hratt yfir,“ sagði í athugasemd veðurfræðings.

Nú hefur verið hætt við allt saman.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing