Vegagerðin samþykkir ekki breytingu flettiskiltis við Byko í stafrænt skilti þar sem breytingin sé til þess fallin að fanga athygli ökumanna sem kunni að draga úr umferðaröryggi.

HK hefur sótt um að breyta gamla flettiskiltinu við Byko í stafrænt skilti en sambærileg umsókn barst varðandi breytingar á flettiskiltum við Fífuna og Múlalind þar sem skilti var breytt í ljósaskilti og sagði Vegagerðin svipað í erindi sínu gegn þeim skiltum. Kópavogsbær tók ekki mark á rökum Vegagerðarinnar.

Reykjavíkurborg og Samgöngustofa gera ekki athugasemdir við breytingarnar á skiltinu.