Suð­ur­strand­ar­veg­ur verð­ur opn­að­ur í kvöld með tak­mörk­un­um á um­ferð. Ein­stefn­a verð­ur á veg­in­um frá þar sem hon­um hef­ur ver­ið lok­að, frá bæn­um Hraun­i Grind­a­vík­ur­meg­in. Tví­stefn­a verð­ur frá veg­a­mót­un­um við Krýs­u­vík­ur­veg í vest­ur, um það bil að Ís­ólfs­skál­a. Sam­kvæmt Veg­a­gerð­inn­i er það ná­lægt því þar sem hægt er að leggj­a bíl­um úti í kant á veg­in­um ef skoð­a á gos­ið í Geld­ing­a­dal.

Á leið­inn­i mill­i Grind­a­vík­ur og gos­stöðv­ann­a þar sem verð­ur ein­stefn­a bið­ur Veg­a­gerð­in fólk um að stöðv­a hvork­i né leggj­a bif­reið­um sín­um fyrr en eft­ir að kom­ið er yfir Fest­ar­fjall, í fyrst­a lagi tveim­ur kíl­ó­metr­um frá Hraun­i.

Mynd/Vegagerðin

Há­marks­hrað­i á veg­in­um verð­ur 50 kíl­ó­metr­ar á klukk­u­stund og sjö tonn­a þung­a­tak­mark­an­ir. Engar tak­mark­an­ir eru þeg­ar kom­ið er úr aust­an­átt. Þeir sem aka frá Grind­a­vík og aust­ur um þurf­a síð­an að aka á­fram aust­ur á bak­a­leið­inn­i og taka þá Krýs­u­vík­ur­veg til að kom­ast til Reykj­a­vík­ur.

Veg­a­gerð­in vinn­ur nú að skilt­a­gerð og gert er ráð fyr­ir að þeirr­i vinn­u ljúk­i í köld og þá verð­ur leið­in opn­uð.

Stik­a göng­u­leið­in­a að gos­in­u þeg­ar leyf­i fæst

„Ekki er hægt á þess­ar­i stund­u að tím­a­setj­a það ná­kvæm­leg­a. Rétt er að bend­a á að svæð­ið við gos­stöðv­arn­ar er lok­að og verð­ur vænt­an­leg­a lok­að fram yfir það að þess­ar­i vinn­u lýk­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­u á vef Veg­a­gerð­ar­inn­ar.

Þar sem ekki er sér­stakt bíl­a­plan á svæð­in­u fer Veg­a­gerð­in þess á leit við þá sem skoð­a vilj­a gos­ið að tala til­lit til þess að erf­itt er að leggj­a þar og vald­a ekki spjöll­um með akstr­i utan vega eða loka fyr­ir að­geng­i neyð­ar­að­il­a um veg­inn. Gert er ráð fyr­ir að koma fyr­ir gámi við upp­haf göng­u­leið­ar að gos­in­u þar sem hægt verð­ur að fá upp­lýs­ing­ar og leit­a að­stoð­ar ef þörf kref­ur.

Þegar almannavarnir veita leyfi til þess verður vegurinn að gosinu stikaður.

Leiðrétt kl. 18:03: Ranglega var farið með í fréttinni að Vegagerðin myndi stika leiðina að gosinu en það er ekki í verkahring hennar. Vegagerðin mun opna Suðurstrandarveginn þegar merkingar eru klárar.

Skemmdir á veginum hafa ekki aukist frá því fyrir helgi.
Mynd/Vegagerðin