Heima­síða Veður­stofu Ís­lands liggur niðri vegna tölvu­bilunar og hefur verið ó­virkur í tæp­lega einn og hálfan klukku­tíma. Verið er að vinna að því að koma vef­síðunni aftur í loftið. Ekki vitað hvort vefurinn hafi hrunið vegna aukinnar um­ferðar um vefinn en hann hrundi þegar verið var að virkja ný veður­líkön í veður­spánni.

Ljóst er að væntan­legt ofsa­veður er ofar­lega í hugum Ís­lendinga í dag og kemur því bilunin upp á einkar ó­heppi­legum tíma.

Vonast til að koma vefnum brátt í gagnið

„Það er verið að laga þetta og við vonumst til að koma vefnum í lag sem allra allra fyrst,“ segir veður­fræðingur um málið. Mögu­­leiki er á því að appel­sínu­gular við­varanir verði hækkaðar í rautt við­búnaðar­­stig seinna í dag að sögn veður­­­fræðings hjá Veður­­­stofu Ís­lands. Sér­­­­­lega djúp lægð er væntan­­­leg til landsins og gætu á­hrif orðið svipuð og í ó­­veðrinu sem skók landið síðast­liðinn desember.