Appel­sínu­gul veður­við­vörun verður í gildi í dag á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, Vest­fjörðum, Aust­fjörðum, Suð­austur­landi og Mið­há­lendinu.

Gul veður­við­vörun verður í gildi á Ströndum, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Austur­landi að Glettingi.

Á Suður­landi er spáð suð­vestan 20 til 28 metrum á sekúndu. Mjög snarpar vind­hviður verða við fjöll, allt að 40 metrar á sekúndu undir Eyja­fjöllum.

Lé­legt skyggni verður og slæmt ferða­veður á meðan við­vörunin er í gildi. Fólki er bent á að huga að lausum munum.

Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veður­horfur á landinu næsta sólar­hringinn

Vaxandi aust­læg átt, 15-23 metrar á sekúndu og tals­verð rigning með morgninum, en slydda á heiðum norðan­til á landinu.

Breyti­leg eða vest­læg átt síð­degis og 20-28 metrar á sekúndu sunnan- og austan­lands. Hiti 4 til 12 stig.

Dregur úr vindi og úr­komu á vestan­verðu landinu í kvöld, en austan­til í nótt og fyrra­málið.

Vest­læg átt 5-13 metrar á sekúndu þegar kemur fram á morgun­daginn og skúrir eða slyddu­él í flestum lands­hlutum. Kólnar í veðri.