Lilja Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra af­henti viður­kenningu Rann­ís fyrir vísinda­miðlun í dag. Veður­stofa Ís­lands hlaut viður­kenningu fyrir miðlun vísinda­legra upp­lýsinga um hvers kyns náttúru­vá. Sæ­var Helgi Braga­son, einnig þekktur sem Stjörnu-Sæ­var, fyrir að miðlað vísindum til al­mennings á fjöl­breyttan hátt, með sér­stakri á­herslu á að ná til barna og ung­menna.

Fram kemur í frétta­til­kynningu frá Rann­ís að sjaldan hafi verið jafn mikil­vægt og nú á tímum lofts­lags­breytinga, Co­vid-far­aldursins og annarra á­skorana sem fyrir mann­kyninu standa. Með öflugri miðlun vísinda styrkist tengslin milli rann­sókna og fræða við sam­fé­lagi, sem eykur á­huga al­mennings á vísindum. Hún stuðli sömu­leiðis að upp­lýsinga­læsi og hvetji fólk til gagn­rýnnar hugsunar.

Veður­stofan staðið vaktina í öld

„Veður­stofa Ís­lands hefur vaktað náttúru­öfl landsins í 100 ár. Auk þess að sinna mikil­vægum al­manna­vörnum hefur hún unnið leynt og ljóst að því að auka náttúru­læsi þjóðarinnar. Miðlun vísinda­þekkingar spilar þar stórt hlut­verk, hvort sem um er að ræða jarð­skjálfta og eld­gos, ofsa­veður eða aðra náttúru­vá og hefur starfs­fólk Veður­stofunnar verið ó­þreytandi við að miðla upp­lýsingum byggðum á rann­sóknum, á á­byrgan hátt til al­mennings. Þar er skemmst að minnast öflugrar upp­lýsinga­miðlunar um jarð­skjálftana og eld­gosið á Reykja­nesi,“ segir í til­kynningunni.

Sæ­var hefur haldið úti ýmsum vef­síðum með fræðslu um vísindi, til dæmis Stjörnu­fræði­vefnum og Geimurinn.is, auk þess sem hann hefur setið fyrir svörum á Vísinda­vefnum.
Fréttablaðið/Stefán

„Sæ­var Helgi Braga­­son hefur sýnt ein­stakan á­huga og eld­­móð við að miðla vísindum á að­­gengi­­legan hátt til al­­mennings og hefur starfað með Vísinda­vöku Rann­ís bæði sem sýnandi og vísinda­­miðlari. Hann leggur mikla á­herslu á að kynna vísindi og fræði fyrir börnum og ung­­mennum og þótt geim­­vísindi og um­­hverfis­­mál séu honum sér­­stak­­lega hug­­leikin, þá er hann líka mikill á­huga­­maður um að blanda saman vísindum og listum,“ segir enn fremur.