Veðurstofa Íslands hefur birt fyrstu myndina sem þeir birtu af eldgosinu við Fagradalsfjall sem hófst þann 19. mars fyrir einu ári síðan.

Myndina birtu þeir á Facebook-síðu sinni en það var hún Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, sem tók myndina í eftirlitsflugi með Landhelgisgæslunni og Almannavörnum föstudagskvöldið 19. mars klukkan þrjár mínútur yfir ellefu að kvöldi.

Í færslu Veðurstofunnar segir að eldgosið hafi verið lítið í samanburði við önnur gos á Íslandi en að því hafi fylgt miklar áskoranir.

Þá hafi orðið til reynsla og þekking meðal vísindamanna, sérfræðinga og viðbragðsaðila í kjölfarið.