Meðalhitinn í Reykjavík í nóvember endaði í 5,1 gráðu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þau hlýindi þau mestu á þessari öld. Ekki er þó um hlýjasta nóvember allra tíma að ræða, því árið 1945 var meðalhitinn heilli gráðu hærri.
Fleir en höfuðborgarbúar hafa notið sögulegrar veðurblíðu síðustu vikur. Á Akureyri var meðalhitinn yfir fjórar gráður í nóvember sem einnig er met þar um slóðir á þessari öld.
Fyrr í vikunni sagði Einar of snemmt til að fullyrða hvernig veðrið í desembermánuði verður, en það sé margt sem bendir til þess að hann fari einnig af stað með hlýindum.
Hann sagði Evrópu geta búist við kuldasömum desember. „Þetta kalla Evrópumenn „The beast from the east,“ upp á ensku,“ sagði Einar.
Þá segir Einar of snemmt að segja hvort veðrið á Íslandi muni fylgja því sem verður í Evrópu. Þegar slíkt gerist og spáð er í Evrópu, þá verði annað hvort hlýtt eða mjög kalt hérlendis.