Að­eins hefur dregið úr úr­komu­magni fyrir veður­spá helgarinnar. Það ætti ekki að vera vanda­mál fyrir fólk að komast á kjör­stað að sögn vakt­hafandi veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands.

Hins vegar sé stóra spurningin sú hvort að hægt verði að koma at­kvæða­kössum á rétta staði fyrir talningu. Gera megi ráð fyrir versnandi veðri um mið­nætti að­fara­nótt sunnu­dags.

Rigning eða slydda á köflum verður víða á landinu á laugar­daginn ef spár ganga eftir. Þá má búast við snjó­komu á heiðum fyrir norðan og á Vest­fjörðum og tölu­verðum vindi og strekkings vindi víða, einkum á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum.