Aðeins hefur dregið úr úrkomumagni fyrir veðurspá helgarinnar. Það ætti ekki að vera vandamál fyrir fólk að komast á kjörstað að sögn vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Hins vegar sé stóra spurningin sú hvort að hægt verði að koma atkvæðakössum á rétta staði fyrir talningu. Gera megi ráð fyrir versnandi veðri um miðnætti aðfaranótt sunnudags.
Rigning eða slydda á köflum verður víða á landinu á laugardaginn ef spár ganga eftir. Þá má búast við snjókomu á heiðum fyrir norðan og á Vestfjörðum og töluverðum vindi og strekkings vindi víða, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum.