Á morgun laugar­dag verður víðast fremur hæg suð­læg eða breyti­leg átt, 3-8 metrar á sekúndu. Hætt við stöku skúrum norðan­lands annars yfir­leitt þurrt lengst af. Þykknar upp sunnan og vestan til með rigningu um kvöldið. Hiti 8-15 stig, hlýjast austan til.

Á sunnu­dag verða fremur hægar norð­lægar áttir en þó strekkingur sums staðar á landinu vestan­verðu. Rigning eða skúrir norðan­lands og austan annars yfir­leitt bjart veður. Hiti 6-16 stig, hlýjast á Suð­austur­landi en svalast nyrst á Vest­fjörðum.

Veðrið á laugardag.
Mynd/Hringbraut
Veðrið á sunnudag.
Mynd/Hringbraut