Eins og lands­menn hafa senni­lega flestir tekið eftir hefur veðrið haft á­hrif á ferða­lög fólks undan­farna daga. Í til­kynningu sem send var frá Strætó kemur fram að veðrið muni í dag hafa á­hrif á ferðir á lands­byggðinni.

Í til­kynningunni kemur fram að stjórn­stöð Strætó fylgist náið með stöðunni og verða frá­vik sem kunna að verða á akstri til­kynnt á heima­síðu Strætó og jafn­framt inn á Twitter síðu fyrir­tækisins.

Meðal þess sem kemur fram í til­kynningu nú er meðal annars að ferðin milli Reykja­víkur og Hafnar í Horna­firði mun að­eins aka til Hvolsvallar og þá fellur niður ferðin frá Höfn til Reykja­víkur. Þá er lík­legt að báðar ferðir milli Akur­eyri og til Reykja­víkur.

Svona lítur staðan út kl. 08:30:

Leið 51: Reykja­vík-Höfn
Ferðin milli Reykja­víkur og Hafnar í Horna­firði mun að­eins aka til Hvolsvallar.
Ferðin frá Höfn til Reykja­víkur fellur niður í dag.

Leið 57: Reykja­vík-Akur­eyri
Ferðirnar milli Reykja­víkur og Akur­eyrar munu lík­lega að­eins aka til Bif­rastar.
Lík­legt er að báðar ferðir milli Akur­eyri til Reykja­víkur falli niður í dag.

Leið 78: Siglu­fjörður-Akur­eyri
Enginn akstur á þessari leið þar til annað verður til­kynnt.