Af­léttingar sam­komu­tak­­markana vegna Co­vid-19 eru mikið til um­­ræðu nú og ljóst er af orðum stjórn­­mála­manna bæði úr stjórn og stjórnar­and­­stöðu að þeir telji tíma­bært að slaka á. Auk þess virðist sem vaxandi hluti al­mennings sé reiðu­búinn að slaka á.

Á fimmtu­­daginn greindust 62 Co­vid-smit innan­­lands og voru þá þrír á sjúkra­húsi, enginn í öndunar­­vél. Nú­verandi sam­komutak­­markanir gilda til 20. októ­ber og hefur Þór­ólfur Guðna­­son sótt­varna­­læknir ekki enn skilað minnis­blaði um til­­lögur sínar um fram­haldið til Svan­­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra.

Svan­dís hefur enn ekki fengið minnis­blað Þór­ólfs.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason/Anton Brink

Sam­­­kvæmt nú­verandi reglum er 500 manna sam­komu­bann, með mögu­­­leika á 1500 manna sam­komum, eins metra regla og grímu­­­skylda þar sem það er ekki mögu­­­legt.

Hefur Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, lýst því yfir að hún vilji af­létta tak­mörkunum. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna segist einnig vilja ráðast í af­léttingar, þó ekki á landa­mærunum.

Þór­­dís Kol­brún segir aukið rými nú fyrir um­ræðu um af­léttingar.
Fréttablaðið/Valli

Í að­­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag segir Þór­­dís Kol­brún að erfitt sé að rétt­læta skert réttindi fólks vegna far­aldursins. „Verk­efni okkar stjórn­valda er tölu­vert flóknara heldur en það sem sótt­varna­yfir­­völdum er falið og ég er svona að vona að það sé komið meira rými fyrir þá um­­ræðu. Það eru annars konar af­­­leiðingar líka af þessum tak­­mörkunum,“ segir hún í grein sinni.

„Við for­gangs­röðum alltaf af­léttingu innan­­lands og tryggj­um það að tak­markanir séu ekki um­­­fram til­efni. Ég hef talað fyrir því að við séum var­færin og gerum ekki meira en þörf er á. Ég held að það sé mjög skyn­sam­legt að við­halda ráð­stöfunum á landa­mærunum enda voru þær settar á til þess að geta brugðist hratt við til dæmis nýjum af­brigðum,“ segir for­sætis­ráð­herra við mbl.is. Bólu­setningar hafi breytt jöfnunni, þar sem þær hafi sýnt gildi sitt.

Katrín vill fara hægar í af­léttingar á landa­mærunum.
Fréttablaðið/Anton Brink

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, segist ekki vera á móti af­léttingum og það sé kominn tími til að fólk fái að lifa frjálsara lífi, einkum það sem yngra er. Helga Vala segir ríkis­stjórnina eina bera á­byrgð á stöðunni, sótt­varna­læknir sé henni til ráð­gjafar en taki ekki á­kvörðun um hvað verður gert.

„Þór­ólfur er auð­vitað ríkis­stjórninni til ráð­leggingar og ráð­gjafar, það er ríkis­stjórnin sem ber á­byrgð á stöðunni, þannig það er svo­lítið kostu­legt þegar að ráð­herrar einn af öðrum fara að skjóta sendi­boðann,“ segir Helga Vala við Frétta­stofu Stöðvar 2.

Helga Vala segir á­byrgðina á að­gerðum vegna Co­vid liggja hjá ríkis­stjórninni.

Gísli Rafn Ólafs­son, nýr þing­maður Pírata, segist hlynntur því að slakað verði á að­gerðum innan­lands vegna Co­vid. „Ég held að ég, eins og flestir aðrir, telji að það sé alveg kominn tími til þess að vera með til­slakanir og ég held að meira að segja sér­fræðingar okkar séu að segja það sama,“ segir Gísli við Frétta­stofu Stöðvar 2. Aðal­at­riðið sé staðan á Land­spítalanum.

Gísli Rafn segir stöðuna á Land­spítalanum skipta mestu.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason