Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan sex í morgun vegna vatnsleka í líkamsræktarsal í World Class Laugum í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum lak vatn vegna hitablásara í salnum og var unnið að því að skafa upp vatnið rétt fyrir klukkan sjö.