Erlent

Vatns­dælan bilaði rétt eftir að síðasta drengnum var bjargað

Vatnsdælan sem notuð var til að dæla vatni úr hellinum í Taílandi sem fótboltadrengirnir tólf voru fastir inni í bilaði rétt eftir að síðasta drengnum var bjargað. Björgunarfólk var enn að störfum inni í hellinum en rétt náði að koma sér út áður en vatnsborð hækkaði of mikið.

Kafarar við björgunaraðgerðir í hellinum fyrr í vikunni Fréttablaðið/AFP

Það munaði litlu að björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefðu farið illa en stuttu eftir að síðasta drengnum var bjargað úr hellinum bilaði vatnsdælan sem hafði verið notuð til að dæla vatni úr hellinum svo auðveldara væri að komast til drengjanna.

Kafarar og björgunarfólk voru enn inni í hellinum, í allt að eins og hálfs kílómetra dýpt að hreinsa björgunarsvæðið og sækja græjur sem notaðar voru við aðgerðirnar þegar dælan bilaði sem varð til þess að vatnsborð í hellinum hækkaði hratt. 

Þrír kafarar sem störfuðu við björgunaraðgerðirnar sögðu í viðtali við Guardian að þeir hefðu verið staðsettir í „klefa 3“ þegar þeir heyrðu skyndilega öskur og sáu fjölda höfuðljósa flykkjast að þeim innan úr hellinum til að ná á þurrt land.

Allt að 100 starfsmenn voru enn við störf inni í hellinum en þegar dælan bilaði drifu þau sig að útganginum og voru öll komin út um klukkustund síðar. Meðal þeirra sem síðust voru út voru taílenskir hermenn og læknir sem hafði dvalið með drengjunum síðustu vikuna.

Björgunaraðgerðirnar hófust á sunnudag og lauk í gær. Nítján kafarar sáu um að ferja drengina og þjálfaranna þeirra um 3,2 kílómetra í gegnum hellinn. Fyrstu fjórir drengirnir komust út á sunnudaginn, fjórir á mánudaginn og þeir síðustu í gær. Drengirnir þurftu að læra að anda með köfunargrímu og að hreyfa sig þannig þeir kæmust út um þröng og tindótt göng í hellinum. 

Sjá einnig: Allir þrettán út úr hellinum heilir á húfi

Allir drengirnir tólf og þjálfari þeirra eru nú á spítala í héraðinu þar sem þeim verður haldið í einangrun í að minnsta kosti viku af ótta við sýkingarhættu. Foreldrar þeirra drengja sem fyrst var bjargað hafa fengið að sjá og tala við þá í gegnum gler. 

Hér að neðan má sjá myndskeið frá Guardian þar sem björgunarfólkið fagnar þegar síðustu kafararnir komu loks út úr hellinum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Taíland

Allir þrettán út úr hellinum heilir á húfi

Taíland

Taí­lensku strákarnir fara ekki á HM í Rúss­landi

Taíland

Drengirnir tólf allir komnir úr hellinum

Auglýsing

Nýjast

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Vil­hjálmur afar von­svikinn: „Þetta var bara það sem lá fyrir“

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Auglýsing