Innlent

Vatnið fossar inn í Vaðla­heiðar­göng hálfu ári fyrir opnun

Vatnselgurinn ætlar engan endi að taka. Upphaflega átti að opna göngin 2016 en nú stendur til að opna í haust.

Vatnið streymir stríðum straumum. Skjáskot/Vaðlaheiðargöng

Mikið vatn flæðir enn inn í Vaðlaheiðargöng. Vatnið sést glögglega í nýju myndskeiði sem birt hefur verið á vef ganganna. Aðeins um hálft ár er þar til fyrirhugað er að opna göngin fyrir umferð.

Á myndbandinu sést að vatnið flæðir í stríðum straumum um loft og veggi í göngunum. Miklar tafir hafa orðið á verkinu, ekki síst vegna vatnselgsins. Upphaflega átti að opna göngin seinni part ársins 2016 en nú hefur verið talað um að þau verði opnuð seint í haust.

Mikið vatn streymir inn í göngin. Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Göngin eru um 7,2 kílómetrar að lengd, á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 kílómetra og leysa fjallveginn Víkurskarð af hólmi.

Sprengingum og öðrum greftri lauk í apríl í fyrra. Miðað er við að frágangur; lagning vega, lagna, strengja, rafmagns, vatns- og frostklæðningar taki um 15 mánuði, samkvæmt upplýsingum á vef ganganna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Innlent

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Lögreglan

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Auglýsing

Nýjast

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Á undan áætlun með Ölfusárbrú

Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur

Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála

Auglýsing