Innlent

Vatnið fossar inn í Vaðla­heiðar­göng hálfu ári fyrir opnun

Vatnselgurinn ætlar engan endi að taka. Upphaflega átti að opna göngin 2016 en nú stendur til að opna í haust.

Vatnið streymir stríðum straumum. Skjáskot/Vaðlaheiðargöng

Mikið vatn flæðir enn inn í Vaðlaheiðargöng. Vatnið sést glögglega í nýju myndskeiði sem birt hefur verið á vef ganganna. Aðeins um hálft ár er þar til fyrirhugað er að opna göngin fyrir umferð.

Á myndbandinu sést að vatnið flæðir í stríðum straumum um loft og veggi í göngunum. Miklar tafir hafa orðið á verkinu, ekki síst vegna vatnselgsins. Upphaflega átti að opna göngin seinni part ársins 2016 en nú hefur verið talað um að þau verði opnuð seint í haust.

Mikið vatn streymir inn í göngin. Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Göngin eru um 7,2 kílómetrar að lengd, á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 kílómetra og leysa fjallveginn Víkurskarð af hólmi.

Sprengingum og öðrum greftri lauk í apríl í fyrra. Miðað er við að frágangur; lagning vega, lagna, strengja, rafmagns, vatns- og frostklæðningar taki um 15 mánuði, samkvæmt upplýsingum á vef ganganna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Dómsmál

Refsing eiganda Buy.is milduð

Samfélag

Varð HM-sérfræðingur á þremur korterum

Stjórnmál

Lýsti áhyggjum af umræðunni á samfélagsmiðlum

Auglýsing