Veður­stofa Ís­lands varar við vatna­vöxtum og auknum líkum á skriðu­föllum á vestur­helmingi landsins. Eru veg­far­endur meðal annars enn beðnir um að fara var­lega.

Í dag stefnir í suð­aust­læga átt á landinu, strekking S- og SV-til, annars hægari. Á­fram verður ein­hver rigning um landið V-vert, en dregur þó veru­lega úr henni frá því sem var í gær. Enn eru þó líkur á skriðu­föllum fram eftir degi.

Sunnan­lands verður skýjað og smá­súld, en líkur eru á að sjáist til sólar á Norð­austan­verðu landinu. Spáð er mildu veðri með hita upp í 17 stig S-og A-lands í dag, en á morgun hlýnar annars staðar og jafn­vel upp undir 20 stig á N-verðu landinu.

Á morgun er á­fram spáð ein­hverru vætu um landið S- og V-vert, einkum þó SA-til þar sem gætu orðið helli­dembur á ein­hverjum tíma­punkti en þó ekkert til að hafa á­hyggjur af, að því er segir í hug­leiðingum veður­fræðings.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á sunnu­dag:
Aust­læg átt 5-13 m/s, en 13-18 við S-ströndina. Rigning eða súld S- og SA-lands, annars skýjað með köflum og þurrt að mestu, en lítils­háttar rigning V-til um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, svalast við A-ströndina.

Á mánu­dag (haust­jafn­dægur):
Suð­aust­læg átt 3-10 m/s, en austan­strekkingur við A-ströndina. Rigning eða súld um landið S- og V-vert, annars þurrt að kalla. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðju­dag og mið­viku­dag:
Á­fram­haldandi suð­aust­lægar átt með rigningu eða súld, einkum SA-lands, en bjart með köflum fyrir norðan. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast NA-til.

Á fimmtu­dag:
Stíf aust­læg átt með vætu SA-lands, en þurrt N- og V-til. Milt í veðri.

Á föstu­dag:
Út­lit fyrir norð­aust­læga átt með lítils­háttar vætu um landið N-vert og kólnar í veðri, annars bjart.