Ragnar Freyr Ingvars­son, fyrr­verandi yfir­læknir Co­vid-göngu­deildarinnar, segir að bara á sex vikum hefur Ó­míkron-af­brigðið náð heims­yfir­ráðum og ger­breyt öllu.

„Co­vid er gjör­ó­líkur sjúk­dómur þeim sem við þekktum bara fyrir nokkrum vikum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort við­brögð okkar ættu að breytast?

„Mun fleiri smitast, en mun færri leggjast inn á sjúkra­hús. Færri leggjast inn vegna CO­VID, þó nokkrir leggjast inn með CO­VID. Sára­fáir enda á gjör­gæslu. Inn­lagnar­tíðni vegna Omikron á Ís­landi er lægri en í Dan­mörku og marg­falt lægri en af Delta af­brigði veirunnar,“ skrifar Ragnar og bætir við að þetta er ekki bara til­finning.

„Þetta er stutt af rann­sóknum,“ bætir hann við.

Far­aldurinn mestur meðal barna, ung­linga og ungra full­orðinna

Ragnar bendir á í gær var greint frá því að 45 sjúk­lingar lægju inni á Land­spítala vegna CO­VID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr ein­angrun og um­tals­verður fjöldi liggur inni vegna annarra læknis­fræði­legra vanda­mála en eru sam­tímis greindir með CO­VID.

„Fyrir meira en viku síðan birtist í fjöl­miðlum niður­stöður spá­líkans sem hefur verið lagt til grund­vallar stórra á­kvarðana. Kallað var eftir út­göngu­banni í sam­fé­laginu. Á föstu­dag voru settar fram nýjar tak­markanir byggðar á þessari spá,“ skrifar Ragnar.

„Þær tak­markanir sem lagðar eru á - munu ó­lík­lega skila til­ætluðum árangri, enda er far­aldurinn mestur meðal barna, ung­linga og ungra full­orðinna í mennta­skóla og há­skóla. Og lík­lega mun út­breiddari en við höldum.“

Tímabært að endurskoða aðgerðir

Ragnar segir að víða er­lendis sé verið að endur­skoða nálgun í ljósi breyttra að­stæðna og alla­staðar í kringum okkur er verið að skil­greina við­brögð upp á nýtt í ljósi nýrra for­sendna m.a. á hinum Norður­löndunum. Þar er verið að endur­hugsa skimanir, sótt­kví, við­brögð al­mennings og á heil­brigðis­stofnunum. „Tíma­bært er að við gerum slíkt hið í sama,“ skrifar Ragnar.

„Við þurfum að þrauka í gegnum harðar sam­fé­lags­að­gerðir enn á ný. Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikil­vægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar,“ segir hann að lokum og deilir mynd sem sýnir að Ís­land er í betri málum en bjart­sýnasta spáin.