Lögreglumál

Stolna skútan komin til hafnar á Rifi

Landhelgisgæslan og lögreglan á Vestfjörðum veitir skútu eftir för frá Ísafirði.

Varðskipið Þór var sent til að aðstoða lögregluna, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan sendi varðskipið Þór og þyrlu til aðstoðar lögreglunni á Vestfjörðum til að hafa uppi á áhöfn skútu sem lagði úr höfn á Ísafirði í nótt. Skútan, sem stolið var frá bryggju á Ísafirði, er kominn til hafnar á Rifi. Snéri hún við af sjálfdáðum og tóku að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn, ásamt tveimur starfsmönnum séraðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, við þeim þar. Varðskipið Þór hefur snúið aftur til Reykjavíkur.

Lögreglan á Vestfjörðum segir á Facebook-síðu sinni að maðurinn hafi verið einn á ferð, og að hann hafi verið handtekinn við komu á Rif. Hann hefur verið færður til yfirheyrslu. Af færslu lögreglu að dæma er hann ekki grunaður um annað en að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór tvær ferðir í leit af skútunni. Í fyrra skiptið fór hún í leit af skútunni, og að henni fundinni snéri hún aftur til Reykjavíkur þar sem hún sótti fyrrnefnda sérsveitarmenn og sérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Einhver samskipti fóru milli áhafnar þyrlunnar og skútuþjófana.

Mbl.is greinir frá því að um sé að ræða stolna skútu, sem ber nafnið Inook, er 40 feta löng og gengur fyrir vélarafli. 

Skútan Innok er skráð á franskan eiganda, og staðsetningartæki skútunnar er óvirkt. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð klukkan 14 í dag, og var varskipið Þór komið áleiðis úr Reykjavíkurhöfn klukkan rúmlega fimm.

Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er málið nú í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum, sem verst fregna af málinu en segir að tilkynning sé væntanleg um nánari atvik málsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

​ Mikill erill hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt

Lögreglumál

Fimm lög­reglu­mál á sömu skemmtuninni

Lögreglumál

Fleiri innbrot en minna um þjófnað

Auglýsing

Nýjast

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Auglýsing