Vísindafólki hefur tekist að opna kima í heimi Asíufíla sem hingað til hefur verið lokaður, en á Youtube-myndböndum má sjá fíla syrgja látna meðlimi úr sinni hjörð.

The New York Times segir frá þvíað árið 2013 hafi líffræðingurinn Sanjeeta Pokharel, sem starfar hjá Smithsonian, fyrst orðið vitni að Asíufílum bregðast við dauða annarra fíla úr sömu hjörð. Í indverskum þjóðgarði hafði fullorðinn kvenfíll dáið úr sýkingu og yngri kvenfíll gekk hring eftir hring í kringum hræið. Þá benti nýlegt tað til þess að fleiri fílar hefðu heimsótt staðinn. Að sögn Pokharel varð þetta myndband kveikjan að rannsókn á sorgarhegðun Asíufíla og í dag birtist grein í Royal Society Open Science, þar sem kynntar voru niðurstöður á Youtube-myndböndum á Asíufílum, þar sem könnuð voru viðbrögð fílanna við sorg. Í rannsókninni voru tínd til tuttugu og fjögur dæmi um sorgarviðbrögð fílanna og þar mátti meðal annars sjá kvenfíla bera dauða kálfa á rananum.

Rannsóknin heyrir undir nýtt fræðasvið sem kalla mætti samanburðardauðafræði, [e. Comparative thanatology] sem snýr að viðbrögðum dýra við dauðanum.