Fimm milljarðar manna myndu deyja úr sulti ef kæmi til kjarn­orku­styrj­aldar á milli Rúss­lands og Banda­ríkjanna. Minni styrj­öld, til dæmis á milli Ind­lands og Pakistans, hefði einnig hrika­legar af­leiðingar í för með sér og myndi draga 2,5 milljarða manna til dauða á fimm árum.

Þetta er niður­staða rann­sóknar fræði­manna við Rutgers Uni­versity í New Jer­s­ey í Banda­ríkjunum. Niður­stöðurnar voru birtar í rit­rýndri grein sem birtist í tíma­ritinu Nature Food.

Í um­fjöllun Was­hington Post er bent á það að kjarn­orku­sprengjurnar sem slíkar séu ekki mesta á­hyggju­efnið heldur upp­skeru­brestur og mat­væla­skortur honum sam­hliða. Sót og aska myndu draga úr á­hrifum nauð­syn­legs sólar­ljóss fyrir plöntur með til­heyrandi upp­skeru­bresti og á­hrifum á fæðu­öryggi heims­byggðarinnar. Þá myndi búfénaður drepast, meðal annars vegna mengunar og fæðuskorts sem aftur myndi draga úr fæðuframboði.

„Gögnin segja okkur eitt: Við verðum að koma í veg fyrir að kjarn­orku­styrj­öld geti átt sér stað,“ segir Alab Robock, lofts­lags­vísinda­maður og einn af höfundum greinarinnar, í yfir­lýsingu sem Was­hington Post vitnar til. Ýmis at­riði voru lögð til grund­vallar í rann­sókninni, til dæmis hvernig vindar geta dreift sóti og ösku og haft mikil á­hrif á stór land­búnaðar­svæði, til dæmis í Banda­ríkjunum og Kína.

Óttinn um að kjarn­orku­styrj­öld kunni að brjótast út hefur aukist á undan­förnum mánuðum, ekki síst eftir inn­rás Rússa í Úkraínu og þá hafa her­æfingar Kín­verjar nærri Taí­van ýtt enn frekar undir þessar á­hyggjur.

Willi­am Chan, prófessor við Nany­ang Technologi­cal Uni­versity í Singa­púr, segir við Was­hington Post að niður­stöðurnar sýni að þjóðir heimsins verði að búa sig undir það að erfiðari tímar gætu komið. Mikil­vægt sé að tryggja fjöl­breytta upp­sprettu mat­væla og leggja á­herslu á ný­sköpun í mat­væla­fram­leiðslu.