Ráð­stefna um Úkraínu stendur nú yfir í her­flug­stöð í Ramstein, Þýska­landi, þar sem er meðal annars á dag­skrá að auka vopna­sendingar til Úkraínu. Banda­ríkin kölluðu til fundarins og varnar­mála­ráð­herrar frá um fjöru­tíu löndum taka þátt.

Lloyd Austin, varnar­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, kallaði til ráð­stefnunnar í kjöl­far heim­sóknar til Kænu­garðs þar sem hann lofaði her­stuðningi til for­seta Úkraínu, Volodimír Selenskjíj.

Varnar­mála­ráð­herrar mættu frá fjöru­tíu löndum, aðal­lega Evrópu, en einnig frá Mið­austur­löndum og Evrópu. Full­trúar frá Suður-Kóreu og Japan taka þátt staf­rænt.

Gepard loftvarnartankur til sýnis á safni í Þýskalandi.
Fréttablaðið/EPA

Christine Lambrecht, varnar­mála­ráð­herra Þýska­lands, til­kynnti að Þýska­land skyldi senda Gepard loft­varnar­tanka til Úkraínu. Þýska ríkið hefur verið harð­lega gagn­rýnt undan­farið fyrir að taka ekki þátt í því að senda her­gögn til Úkraínu.

Banda­ríkin gerðu ljóst fyrir fundinn að þau vonist til þess að Evrópa bæti sig í vopna­sendingum en banda­ríska ríkið hefur núna sent vopn að and­virði 3.2 milljarða dollara til Úkraínu.