Barna­verndar­stofa segir var­huga­vert að barn geti breytt nafni sínu án að­komu for­sjár­aðila í um­sögn um frum­varp dóms­mála­ráð­herra um manna­nöfn. Í frum­varpinu er lagt til að eftir 15 ára aldur fái börn sjálf að stjórna eigin nafna­breytingum.

Verndi börn frá sjálfum sér

„Sam­kvæmt ís­lenskum lögum verður ein­stak­lingur að jafnaði lög­ráða við 18 ára aldur og telst vera barn fram að þeim tíma,“ segir í um­sögn Barna­verndar­stofu. Lögð er á­hersla á að ríkur munur sé á að af­staða barns fái aukið vægi eftir aldri og þess að burt á­byrgð bæði for­sjár­aðila og stjórn­valda í málum sem varða börn.

„Mikil­vægt er að börn njóti lág­marks­verndar í þessum efnum af hálfu lög­gjafans, stjórn­valda og for­sjár­aðila.“ Það sé ekki síst mikil­vægt þar sem auka á svig­rúm til nafn­gifta í frum­varpinu al­mennt.

Rök­styðji breytinguna

Þegar á­líka frum­varp var kynnt til sögunnar árið 2019 lagði Barna­verndar­stofa til að hægt yrði að grípa inn í nafn­giftir barna sem ætla mætti að yrðu þeim til ama. Stofan fagnaði því að tekið hafi verið til­lit til þeirra at­huga­semda í nú­verandi frum­varpi.

„Hins vegar er ljóst að upp getur komið sú staða að for­eldrar setja sig upp á móti vilja barns til breytingar á nafni án þess að mál­efna­leg rök séu fyrir því og í slíkum til­vikum væri hægt að heimila Þjóð­skrá Ís­lands engu að síður að leyfa breytinguna,“ í­trekar Barna­verndar­stofa.

Nafn­breyting sam­hliða breytingu á skráningu kyns

Þá hvetur stofan til þess að lög um breytingu eigin­nafns eða kenni­nafns sam­hliða breytingu á skráningu kyns verði rýmkuð. Í frum­varpinu er mælt fyrir að börn yngri en 15 ára fái að breyta nafni sínu sam­hliða breytingu á skráningu kyns. Slík breyting er sam­kvæmt á­kvæðinu háð sam­þykki for­ráða­manna barnsins eða sér­fræðinga­nefndar.

„Barna­verndar­stofa telur að á­kvæðið ætti fremur að eiga við um öll börn í þessari stöðu en ekki að­eins þau sem eru yngri en 15 ára.“