Varð­veittar leifar rúm­lega 2.200 fóstra fundust á heimili bandaríska læknisins Ul­rich Klop­fer eftir and­lát hans þann 3. septem­ber á þessu ári. Klopfer bjó í Will County í Illinois og starfaði við kven­lækningar, og þá sér­stak­lega þungunar­rof, til ársins 2015.

Fjöl­skylda hans fann fóstrin þegar þau fóru í gegnum dánar­bú hans og höfðu í kjöl­farið sam­band við yfir­völd. Lög­reglan í Illin­ois hefur stað­fest að þau hafi fundið varð­veittar leifar 2.246 fóstra sem hafði verið eytt. Engar vís­bendingar voru þó á heimili hans um að þungunar­rofs­að­gerðirnar hefðu verið fram­kvæmdar þar.

Klop­fer missti leyfi sitt til lækninga árið 2015 þegar hann til­kynnti ekki til yfir­valda að hann hefði fram­kvæmt þungunar­rof á ung­lings­stúlku.

Yfir­völd rann­saka nú hvers vegna Klop­fer safnaði leifum fóstranna eða hvar hann fékk þau.

Greint er frá á Was­hington Examiner og WSTB.