Undir­ritað hefur verið bindandi sam­komu­lag á milli Land­helgis­gæslu Ís­lands og United Offs­hor­e S­upp­ort GmbH um kaup á varð­skipinu Freyju fyrir 1,7 milljarða króna sem verður af­hent í októ­ber. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni. Skipið er 86 metrar að lengd og 20 metrar að breidd.

Fyrr á árinu efndu Ríkis­kaup og Gæslan til út­boðs þar sem bárust fimm til­boð en þar af voru einungis tvö gild. Lægra til­boðinu af þeim tveimur var tekið.

Í til­kynningunni segir að með kaupunum aukist björgunar­geta Gæslunnar á hafi til muna og það sé einkar vel búið til bæði björgunar- og lög­gæslu­starfa. Skipið var smíðað árið 2010 og á undan­förnum árum sinnt þjónustu við olíu­iðnaðinn.

„Með til­komu Freyju í flota Land­helgis­gæslunnar mun Land­helgis­gæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varð­skipum, sér­út­búnum til að sinna lög­gæslu, leit og björgun á krefjandi haf­svæðum um­hverfis Ís­land,“ segir í til­kynningunni. Freyja sé að mörgu leyti svipuð varð­skipinu Þór hvað varðar stærð og að­búnað en er þó með mun meiri dráttar- og björgunar­getu en Þór.

Varð­skipið Þór.
Fréttablaðið/Friðrik Þór

Sam­kvæmt á­kvörðun Gæslunnar og dóms­mála­ráðu­neytisins verður heima­höfn Freyju Siglu­fjörður þar sem það mun vera þjónu­stað, sem og á Akur­eyri eftir þörfum. Þór verður á­fram gerður út frá Reykja­vík.

„Þessari ráð­stöfun er ætlað að tryggja öryggi sjó­far­enda, lands­manna og auð­linda í hafi á sem bestan máta. Með auknum skipa­ferðum um norður­slóðir fjölgar ferðum stórra flutninga- og olíu­skipa með austur- og norður­ströndum landsins. Út­lit er fyrir að ferðum skemmti­ferða­skipa fjölgi einnig og þarf ekki að fjöl­yrða um þær hættur sem líf­ríkinu er búin ef eitt­hvað hendir eitt af þessum skipum. Þá geta klukku­stundir til eða frá skipt sköpum.“

Nýja varð­­skipið auki við­bragðs­­getu Gæslunnar um­­hverfis landið og auð­veldara verði að tryggja öryggi sjó­far­enda, lands­manna og auð­linda í hafi segir að lokum í til­kynningu Gæslunnar.