Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út a þriðja tímanum í dag eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann í Hálsahverfi. Tveir menn áttu í deilum en annar maðurinn var með sem hann notaði til að verjast árás hins mannsins en þetta staðfesti lögreglan í samtali við Fréttablaðið.

Handtóku ekki manninn með öxina

Sérsveit var kölluð út til aðstoðar lögreglu við handtöku tveggja manna sem voru á staðnum við deilurnar. Maðurinn sem átti í deilum við manninn með exina var handtekinn vegna vörslu fíkniefna og einnig fyrir akstur undir áhrifum vímuefna.

Málið er enn í rannsókn og óvíst hver niðurstaða þess verður.