Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur úr­skurðað karl­mann á fimm­tugs­aldri í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald vegna mann­drápsins í Rauða­gerði.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er um að ræða albanskan karl­mann sem grunaður er um að hafa skotið Armando Beqirai til bana um miðjan síðasta mánuð.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu var maðurinn úr­skurðaður í tveggja vikna gæslu­varð­hald, eða til föstu­dagsins 19. mars, á grund­velli rann­sóknar­hags­muna.

Þetta er lengsti gæslu­varð­halds­úr­skurður sem hefur fallið í tengslum við málið en hingað til hafa fram­lengdir gæslu­varð­halds­úr­skurðir að­eins verið í viku.

Fjórir eru nú í gæslu­varð­haldi vegna málsins en lög­regla vill ekki veita frekari upp­lýsingar um málið.