Maður varð fyrir strætis­vagni á Sæ­braut nú síð­degis. Þetta stað­festir Guð­brandur Sigurðs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn um­ferðar­deildar við Frétta­blaðið.

Maðurinn er talinn vera með fjölá­verka og er talsvert slasaður. Sæbraut er lokuð til austurs en um­ferð kemst á­fram á þeirri rein sem er lengst til vinstri.

Ein­hverjar tafir eru og verða á um­ferð á meðan að tæknideild lög­reglu at­hafnar sig á svæðinu.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari