Gular viðvaranir taka í gildi vða um land í kvöld sem veldur því að varasamt er að vera á ferðinni. Þá er fólk hvatt til að tryggja lausamuni utandyra.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Viðvarirnar ná til höfuðborgarsvæðisins, Suðurlands, Faxaflóa og miðhálendis.
Miðhálendið
Gul viðvörun tekur fyrst gildi á miðhálendinu klukkan 18 í kvöld. Þar verður suðaustan stórhríð 23 til 30 metrar á sekúndu með snjókomu eða skafrenningi. Skyggni verður lítið sem ekkert og alls ekkert ferðaveður. Viðvörunin er í gildi til klukkan 8 á morgun, 10. janúar.
Faxaflói
Á faxaflóa tekur gul viðvörun í gildi klukkan 21 í kvöld, gert er ráð fyrir suðaustan stormur 18 til 25 metrum á sekúndu. Hvassast á Reykjanesi, Kjalarnesi og við Hafnarfjall með vindhviðum sem geta náð 40 metrum á sekúndu.
Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands þarf að tryggja lausamuni utandyra. Þá er varasamt að vera á flandri í veðrinu.
Suðurland
Á Suðurlandi tekur gul viðvörun einnig í gildi klukkan 21 í kvöld. Suðaustan stormur eða rok allt að 20 til 28 metrar á sekúndu. Hvassast verður undir Eyjafjöllum að Mýrdal með vindhviðum um og yfir 45 metrum á sekúndu þar.
Tryggja þarf lausamuni og er varasamt að vera á ferðinni.
Höfuðborgarsvæðið
Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun í gildi klukkan 22 í kvöld. Það verður suðaustanstormur 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast á Kjalarnesi og snarpar vindhviður víða á svæðinu.
Nauðsynlegt er að festa vel lausamuni utandyra.