Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar ESB, segir sambandið skoða „alla möguleika“ til að tryggja að þegnar sambandsins verði bólusettir án tafar. Bólusetningar ganga illa innan sambandsins, sérstaklega í samanburði við Bandaríkin og Bretland.

Nokkrar ólgu hefur gætt með að ESB flytji út bóluefni, meðal annars til þessara tveggja landa, þegar Bandaríkin hafa bannað slíkt.

Hún segir ekkert útilokað í þessum efnum til að tryggja að bólusetningar innan ríkja ESB gangi hraðar fyrir sig.