Suð­læg átt og hæg­lætis veður verður víða um land í dag. Bjarki Kalda­lóns Friis, náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands, segir að við slíkar að­stæður geti gasmengun safnast saman við gos­stöðvarnar við Mera­dali, þá helst í lægðum. Göngu­fólki er ráð­lagt að færa sig úr brekkunum fyrir ofan gos upp á fjöll og hryggi.

Yfir fimm þúsund manns fóru um eld­gosa­svæðið við Mera­dali í gær sam­kvæmt talningu Ferða­mála­stofu og gekk eftir­lit við­bragðs­aðila vel í gær­kvöld og nótt. Þó þurfti að vísa nokkrum er­lendum fjöl­skyldum frá göngu­leið A vegna ungs aldurs barna.

Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum vill á­rétta að for­eldrum með börn yngri en tólf ára verður snúið frá göngu­leið A af öryggis­á­stæðum eins og sakir standa, en enn er unnið að lag­færingum á þeim slóða. Á­ætla má að gangan að eld­stöðvunum taki að lág­marki 5 til 6 klukku­stundir.