Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar Rússa við því að ráðast inn í Úkraínu. Slíkt myndi einungis hafa í för með sér blóðsúthellingar. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur sent hluta starfsfólks síns frá Úkraínu.

Johnson sagði að verið væri að útbúa pakka af hörðum viðskiptaþvingunum ef Rússar láta til skarar skríða. Rússar hafna því að ætla að ráðast inn í landið. ■