Dómstóll í Argentínu hefur dæmt varaforseta landsins, og fyrrverandi forseta, Cristinu Fernandez de Kirchner, í sex ára fangelsi. Hún var sakfelld fyrir að koma vini sínum í opinber störf.

Ólíklegt þykir að hin 69 ára gamla de Kirchner muni afplána dóminn. Annars vegar vegna þess að búist er við því að hún muni áfrýja. Hins vegar mun staða hennar sem varaforseti veita henni vernd gegn fangelsisvistinni.