Varaforseti Alþingis, Bryndís Haraldsdóttir, átaldi framferði Píratanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Levís Gunnarssonar á Alþingi í kvöld.

Sjá einnig: Stóðu með húfur við hlið Bergþórs í pontu

Það gerði hún vegna mótmæla þeirra, þegar þau tóku sér stöðu við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns í ræðu hans í dag. Þau báru húfur á höfði sem á stóð FO. Það stendur fyrir „Fokk ofbeldi“.

„Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði hún í kvöld.