Kristján Þórður Snæ­bjarnar­son, vara­for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands segist ekki hafa vitað um af­sögn Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ, í morgun og að á­kvörðun hennar komi honum á ó­vart.

„Þetta kemur náttúru­lega á ó­vart að hún taki þessa á­kvörðun, ég var bara að heyra af þessu,“ segir Kristján Þórður.

„Við þurfum að vinna úr fréttum dagsins og halda á­fram út frá því,“ bætir hann við.

Að­spurður að því hve­nær hann mun taka við svarar Kristján: „Mér heyrist það vera frekar fljótt. Það er mið­stjórnar­fundur í næstu viku og þar verður form­lega farið yfir þetta.“

„Þetta er eitt­hvað sem ég þarf að fara yfir, það þarf að taka þetta í sam­tali og fara yfir stöðuna,“ segir hann.

Drífa Snæ­dal sagði af sér em­bætti for­seta ASÍ í dag. Hún segist ekki treysta sér að halda á­fram sem for­seti ASÍ, hún segist vita að hún njóti stuðnings en að sam­skipti við „ýmsa kjörna full­trúa innan sam­bandsins“ og blokka­myndun innan þess geri henni ó­kleift að starfa sem for­seti.