Drífa Snæ­dal greindi frá af­sögn sinni sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands í yfir­lýsingu á Face­book í gær­morgun. Í yfir­lýsingunni kemur fram að þar sem þing ASÍ sé í októ­ber næst­komandi hafi hún þurft að á­kveða hvort hún myndi gefa kost á sér aftur sem for­seti sam­bandsins. Niður­staðan sé sú að hún treysti sér ekki til þess.

„Það eru hins vegar sam­skipti við ýmsa kjörna full­trúa innan sam­bandsins og sú blokka­myndun sem þar hefur átt sér stað að gera mér það ó­kleift að starfa á­fram sem for­seti ASÍ,“ skrifar hún.

Drífa segist ekki hafa hikað við að taka slaginn fyrir launa­fólk gagn­vart stjórn­völdum eða at­vinnu­rek­endum, enda sé það hluti af því að vera í verka­lýðs­bar­áttu.

„Átök innan ASÍ hafa hins vegar verið ó­bæri­leg eða dregið úr vinnu­gleði og bar­áttu­anda. Þegar við bætast á­kvarðanir og á­herslur ein­stakra stéttar­fé­laga sem fara þvert gegn minni sann­færingu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið,“ skrifar Drífa.

Þar vísar Drífa til stjórnar Eflingar sem stóð fyrir hóp­upp­sögn á skrif­stofu fé­lagsins sem og formanns VR, en að sögn Drífu hefur hún þurft að bregðast við linnu­lausri en ó­ljósri gagn­rýni á sín störf af hans hálfu.

„Það getur alveg vel verið. Ég ætla ekki að úti­loka það“

-Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ

Það stóð ekki á við­brögðum frá helstu for­sprökkum verka­lýðs­hreyfingarinnar eftir yfir­lýsingu Drífu.

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, segir af­sögnina ekki koma á ó­vart. Drífa hafi talað um að hún myndi til­kynna með haustinu hvort hún gæfi á­fram kost á sér til for­seta.

„Það eina sem ég hef gert er að kalla eftir breytingum á vinnu­brögðum. Ég hef ekki kallað eftir af­sögn eða slíku og enginn í raun kallaði eftir henni,“ segir Ragnar Þór.

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, svaraði yfir­lýsingu Drífu í færslu á Face­book. Hún segir af­sögn hennar ekki koma á ó­vart, hún hafi verið „tíma­bær“.

„Stað­reyndin er sú að Drífa kaus sjálf að loka sig inni í blokk með nánasta sam­starfs­fólki for­vera síns og þeirri stétt sér­fræðinga og efri milli­stéttar­fólks sem ræður ríkjum í stofnunum ríkis­valdsins á Ís­landi,“ segir Sól­veig Anna.

Kristján Þórður Snæ­bjarnar­son, vara­for­seti ASÍ, sagðist í gær­kvöldi gera ráð fyrir því að hann tæki við af Drífu í dag. Spurður um hvort hann hafi hugsað sér að bjóða sig fram sem for­seti ASÍ segir Kristján:

„Það getur alveg vel verið. Ég ætla ekki að úti­loka það. Maður þarf að sjá þessa tvo mánuði og hvernig málin ganga, heyra í bak­landinu og meta það. En ég er ekki búinn að taka neina á­kvörðun,“ segir hann.

Drífa segist, í sam­tali við Frétta­blaðið, hafa upp­lifað stuðning og skilning á á­kvörðun sinni, sér­stak­lega frá þeim sem hafa staðið henni næst í bar­áttunni.

„En önnur við­brögð eru frekar fyrir­sjáan­leg,“ segir Drífa. Þá viti hún ekki hvað taki við.

„Það er ekkert skipu­lagt. Ég get sagt það í hundrað prósent hrein­skilni.“